Víðfeðm reynsla af þróun og uppbyggingu, rekstri og fjármögnun fasteignaverkefna

 

gufunesið

Fyrsti áfangi hjá Spildu í Gufunesi eru samtals 148 íbúðir, þ.e. 73 íbúðir í Jöfursbási 7 sem munu verða afhentar í upphafi árs 2023 og 75 íbúðir í Jöfursbási 5 sem afhentar verða afhentar í upphafi árs 2024. Íbúðirnar eru af ýmsum stærðum 2-5. herbergja (50-120m2) en flestar þeirra eru 3ja herbergja og í kringum 85m2 að meðalstærð. Stæði í bílakjallara fylgja flestum íbúðum og möguleiki á rafhleðslu bíla í öllum stæðum.Arkitektarnir hjá Arkþing-Nordic hafa kappkostað að íbúðirnar séu sem best skipulagðar, þannig að hver fermetri nýtist vel og að hið stórbrotna útsýni, bæði sjávar- og fjallasýn, fái að njóta sín til hins ýtrasta. Einnig hefur verið lögð áhersla á gera opnu svæðin á milli húsanna björt og aðlaðandi, ásamt því að inngangar húsa liggi að opnum svæðum og gönguleiðum.

Seljavegur 2

Spilda stýrir uppbyggingu á 102 íbúðum í fjórum húsum og hófust framkvæmdir í nóvember 2020. Áhersla er lögð á fjölskylduvænar íbúðir og fjölbreytileika í stærð til þess að sem flestir geti fundið sér eign við hæfi. Meðalstærð íbúða eru tæpir 70m2. 

Um er að ræða mjög spennandi verkefni þar sem vandað hefur verið til hönnunar og skipulags í nánum samstarfi við Reykjavíkurborg. Í kjallara verða geymslur ásamt bílastæðum fyrir hluta af íbúðum. Hönnunin talar við nær umhverfið og fellur vel inn í götumynd gamla miðbæjarins. Arkitektar eru frá Arkþing og voru þeir valdir eftir hönnunarsamkeppni. Spilda stýrir verkefninu. 

Inngarður.jpg
Myrargata.jpg
Yfirlitsmynd 1.jpg
 
 

 

FYRRI VERKEFNI

 

Fitzroy Place, London

Þróun, hönnun, bygging, fjármögnun, sala og leiga á blönduðu fasteignaverkefni sem var lokið 2016.   Nýbyggingar í miðborg London, 235 íbúðir á frjálsum markaði, 80 hagkvæmar íbúðir í leigufélagi, tvær skrifstofubyggingar, veitingastaðir, kaffihús og verslunarrými.  Heildarkostnaður verkefnis var í kringum 750m GBP.

Fast-1 slhf., 60.000m2 eignasafn

Uppbygging, framkvæmdastjórn, eignastýring og sala á félaginu FAST-1 sem var í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins.  Stærsta eign félagsins var Höfðatorg. 

 

Ármúli 5

Endurgerð og uppbygging á 60 herbergja hóteli sem var tekið í notkun 2016. Húsnæði tekið í gegn að utan sem innan og breytt í glæsilegt hótel sem er rekið sem City Park Hotel.

Bæjarflöt 4

Kaup á iðnaðarhúsnæði árið 2017. Endurgerð, viðhald og lokaúttekt á húsnæði. Fjárfesting í kringum 300 mkr.

 

Gylfaflöt 2-4

Hönnun, stýring framkvæmda á 3.400 m2 stálgrindarhúsi fyrir léttan iðnað og eru verklok áætluð janúar 2019.

 
Exemplar_Fitzroy.jpg
Exemplar_Fitzroy Place4.jpg
Exemplar_Fitzroy Place2.jpg
Fitzroy.jpg
hofdatorg2.jpg
Hofdatorg.jpg
hofdatorg1.jpg
Resi_office_spilda.jpg
Resi square.jpg