
Gufunesið - 700 nýjar íbúðir á næstu 6 árum
Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spennandi íbúðabyggð í gömlu iðnaðarhverfi sem nú hýsir kvikmyndaver og fyrirtæki í skapandi greinum.
Landslagið er einstakt, vogskornir klettar, strendur með svörtum og gylltum sandi, fuglalíf og útsýni yfir Geldinganes, Viðey, Esju og miðborgina. Engar götur munu skilja byggðina frá náttúrunni og einungis hjóla- og göngustígar liggja að hafi.Allir innviðir eru til staðar enda er hverfið að rísa í gamalgrónu hverfi, Grafarvogi, sem er stærsta íbúðabyggð Reykjavíkur með 30 þúsund íbúum. Þar eru verslun og þjónusta, fjölmargir skólar og leikskólar og íþróttamannvirki.

Fasteignaþróunarfélagið Spilda sérhæfir sig í þróun, uppbyggingu og fjármögnun fasteignaverkefna
Við erum góð í að greina viðskiptatækifæri, stýra verkefnum, samningagerð og hagkvæmnigreiningum og leggjum mikið upp úr faglegum vinnubrögðum, sem byggjast á viðamikilli reynslu og þekkingu af verkefnastjórnun.
Grunnurinn að árangri er lagður með traustum og góðum samskiptum, jafnt við fjárfesta og hönnuði, sem byggingaraðila og undirverktaka.
Markmiðið er að vekja ánægju hjá viðskiptavinum og standa að arðsömum verkefnum sem bæta samfélagið. Sú leið er vörðuð öflugri greiningarvinnu og áætlanagerð, en ekki síður lausnamiðuðu hugarfari, aðhaldi og eftirfylgni þegar kemur að framkvæmdum.
Fagmennska og góð samskipti
Til þess að verkefni sé árángursríkt þarf öfluga greiningarvinnu,
aðhald og eftirfylgni.
